Um okkur

Ný sýn á öryggi á íslenskum markaði.
nox-systems-logo axis logo
Áreiðanlegar öryggislausnir — fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir

Teymið okkar nýtir sérþekkingu sína til að móta nútímalegt öryggisumhverfi með sveigjanlegum og notendavænum lausnum.

Leiðandi í öryggislausnum

Byggir á áratuga sérþekkingu

Þekking á heimamarkaði

Teymið býr yfir meira en 30 ára sameiginlegri reynslu í öryggisþjónustu og tæknilausnum, þar sem fagmennska, sveigjanleiki og áreiðanleiki eru lykilþættir. Við sérhæfum okkur í sérsniðnum öryggislausnum fyrir íslenskar aðstæður, með áherslu á eftirlitskerfi, myndavélar, brunavarnir og háþróaða öryggistækni sem mætir raunverulegum þörfum fyrirtækja og stofnana um allt land.

Persónuleg þjónusta

Við kappkostum að tryggja skýr samskipti og skjót viðbrögð.

Nútímaleg nálgun

Ólíkt hefðbundnum öryggislausnum bjóðum við einfaldari ferla, notendavænni kerfi og snjalla samþættingu sem veitir raunverulega hugarró.

Bakvakt sameinar öryggis- og tækniþekkingu til að bjóða lausnir sem þú getur treyst.

Hafðu samband

Við erum Bakvakt

Guðlaugur Atlason

Guðlaugur Atlason

Framkvæmdastjóri / CEO

Framkvæmdastjórinn sem heldur liðinu á tánum.
Reynslumikill tæknimaður með hausinn fullan af lausnum og þekktur fyrir að bresta í söng þegar minnst varir. Hann nýtur þess að takast á við krefjandi verkefni – helst með smá húmor í farteskinu.
Bjarki Halldórsson

Bjarki Halldórsson

Tæknistjóri / CTO

Þar sem er reykur, þar er Bjarki…
Mikill útivistarmaður sem elskar íþróttir þar sem hann getur látið sig renna áfram og hrópað „vííí!“. Hann kann vel að meta smá kæruleysi í frístundum, en þegar kemur að því að leysa verkefni er hann nákvæmasti maður í bænum.
Eyþór Þórðarson

Eyþór Þórðarson

Rekstrarstjóri / COO

Maðurinn á bakvið tjöldin sem sér til þess að allt gangi smurt.
Fljótur að svara og alltaf með nokkra bolta á lofti – helst alla í einu – svo honum leiðist aldrei. Hvort sem það er að fínstilla netkerfi eða finna skapandi lausnir, þá er Eyþór sá sem heldur hjólunum gangandi.

Bryndís Birgisdóttir

Tækniteiknari

Teiknar það sem þarf – ekkert pjatt
Nákvæm og reynslumikil. Fær hlutina á blað og í framkvæmd.

Bryndís Vilhjálmsdóttir

Bókarinn

Heldur utan um tölurnar – svo við getum einbeitt okkur að restinni
Sér um bókhald og uppgjör. Gengur frá hlutunum – punktur.

Fagleg þjónusta þegar á þarf að halda

Sérfræðingar á vettvangi

Reynslumikið teymi okkar sinnir viðhaldi, bilanagreiningu og viðgerðum á flestum gerðum öryggiskerfa – brunaviðvörunarkerfa, eftirlitsmyndavéla, aðgangsstýringa og öryggisbúnaðar fyrir heimili og fyrirtæki.

Þjónusta á staðnum

Öryggissérfræðingar til taks

Skjót viðbrögð, traustar lausnir. Þú getur treyst á teymið okkar til að leysa málin hratt, faglega og með nýjustu tækni að vopni.
Panta þjónustu

Byggjum langtímasamband

Við byggjum upp traust með áreiðanlegri og faglegri þjónustu sem er sniðin að þínum þörfum.

Við erum með þér í hverju skrefi – frá fyrstu ráðgjöf til uppsetningar og áframhaldandi stuðnings sem tryggir öryggi til framtíðar.

Okkar lausnir

Tilvalið fyrir fyrirtæki og stofnanir – sérþekking sem byggir á reynslu en jafnframt nútímatækni, við hönnum sérsniðin kerfi með þínar þarfir í fyrirrúmi.

Frá flóknum innbrotakerfum til aðgangsstýringa, öryggisviðvarana, vöktunarkerfa og fleira.

Skoða lausnirnar

Vefverslun

Veistu hvað þig vantar? - frá sjálfvirkum slökkvibúnaði, til öryggismyndavéla og ýmissa annarra lausna.

Skoða vörur í vefverslun
Fáðu ráðgjöf Stofna verkbeiðni

Hafðu samband við okkur

Stofna verkbeiðni