Bakvakt ehf. á Iðnaðarsýningunni í fyrsta sinn! Óflokkað 21 september 2025 Dagana 9.–11. október tökum við þátt í Iðnaðarsýningunni í fyrsta sinn og ætlum við að kynna lausnir í eftirfarandi vöruflokkum: 🔹 Brunaviðvörunarkerfi🔹 Aðgangsstýringar🔹 Öryggismyndavélar🔹 Slökkvikerfi🔹 Innbrotaviðvörunar- og snjallheimiliskerfi🔹Snjallvöktun …og margt fleira Við erum sérstaklega ánægð með að taka á móti erlendum birgjum sem koma til að sýna það allra nýjasta á markaðnum. Vegna mikils áhuga þeirra höfum við ákveðið að stækka básinn okkar til að geta tekið á móti sem flestum gestum. Ert þú með stórt verkefni í undirbúningi? Hafðu samband við okkur til að bóka fund með erlendum sérfræðingum okkar í kringum sýninguna. Við hlökkum til að sjá ykkur á básnum okkar – og kynna öryggislausnir framtíðarinnar!